Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sú andans skírn

1. Sú andans skírn, sem áður
sást þar í Jerúsalem.
Gefst eins og forðum enn í dag
ef auðmjúkur ég kem.
Þeim krafti þurfum klæðast vér
sem kenniteikni andans hér.

Kór: Þinn eld, þinn eld,
þinn hvítasunnukraft.
:,: Þú kveikir enn í dag. :,:
Þinn hvítasunnukraftur, Guð,
er sami enn í dag.

2. Þá verður trúin traust og djörf
og takmark lífsins hátt
og engin talin ofstór fórn,
því andinn gefur mátt.
Með endurnýjað afl og hreim
er öðrum sagt til vegar heim.

3. Lát andann falla yfir hvern
og eldinn, Jesús, þinn.
Og brenndu þegar burtu allt,
sem blettar anda minn.
Þá hvítasunnu kveiktu glóð
að krjúpi´ í lotning íslensk þjóð.

Mrs. C. H. Morris - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi