Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sú kemur stund

1. Sú kemur stund, að sólin ljómar mér,
sorgirnar hverfa, björt mín vegferð er.
Vakna ég mun á lífsins landi þá,
langþráða hvíld við hjarta Jesú ég mun fá.

Kór: Þá mun ég fá að sjá hann eins og er
hann eingetinn sonur Guðs á himni´ er bíður mín.
Þá mun mitt hjarta syngja sælli ljóð,
syngja um eilífð lof um Jesú náð og blóð.

2. Sú kemur stund, að sólin blíðar skín,
sál mína vermir, þerrar tárin mín.
Jesúm sem elska´ eg, eg þá líta skal
opna mér dyrnar inn í himins gleðisal.

3. Oft finnst mér þreyttum ævileiðin löng,
ljóma mun morgunn nýr með dýrðarsöng.
Fagnandi von á vegferð minni hér,
vissan að Jesús bíður sjálfur eftir mér.

James Rowe - Bjarni Eyjólfsson.

Hljóðdæmi