Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Svo aumur sem ég er

1. Svo aumur sem ég er, til þín
ég óðar flý, því vegna mín
þú bera máttir beiska pín,
Guðs blessað lamb, ég kem, ég kem.

2. Ég get ei bætt mig, bið er hál,
en blóð þitt hreinsar mína sál.
Til þín að flýja´ er meira´ en mál,
Guðs milda lamb, ég kem, ég kem.

3. Svo hrakinn tímans ósjó í,
frá efa, kvöl og synd ég sný.
Í náðar þinnar faðm ég flý,
Guðs fórnarlamb, ég kem, ég kem.

4. Svo aumur sem ég er, í trú
ég öðlast hvíld og frelsi nú.
Mín gleði, líf og ljós ert þú,
Guðs lamb, til þín ég kem, ég kem.

5. Svo aumur sem ég er, þú vilt
mitt eðli hreinsa syndum spillt.
Þitt orð mig lífgar líknarmilt,
Guðs lamb, til þín ég kem, ég kem.

6. Þín guðdómselska eilífleg
mér opnar gegnum þrautir veg.
Til þín af hjarta þrái ég,
Til þín, Guðs lamb, ég kem, ég kem.

Charlotte Elliott – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi