Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Svo djúpan líknar lífsstraum

1. Svo djúpan líknar lífsstraum hér
ég litið fæ í trú,
minn blíði Jesús bendir mér
á benjar sínar nú.

Kór: Ég sé þá hreinu lífsins lind,
er laugar mig af allri synd.
Ó, dýrð sé þér, minn Drottinn kær,
þinn dreyri náð og frið mér ljær.

2. Í Kristi allt er orðið nýtt,
mín önd og hjarta breytt.
Hans unda flóð og orðið blítt
fær allt hið gamla deytt.

3. Ég bráðum svíf til sælulands
frá synd og spilltum heim.
Þá sé ég ástarauglit hans
í alsælunnar geim.

Phebe Palmer – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi