Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Syndabandið brostið hefur

1. Syndabandið brostið hefur,
ég er frjáls, ég er frjáls.
Nóga krafta Guð mér gefur,
ég er frjáls, ég er frjáls.

Kór: Hallelúja, hallelúja!
Jesús leysti mig.
Hallelúja, hallelúja!
Ég er frjáls, ég er frjáls!

2. Þá er Guði gaf mitt hjarta
varð ég frjáls, varð ég frjáls.
Nótt í daginn breyttist bjarta,
ég varð frjáls, ég varð frjáls.

3. Hvert það band, mig bundið hafði,
laust er nú, laust er nú.
Guð mig ástarörmum vafði,
gaf mér frið, gaf mér trú.

Elisha A. Hoffman – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi