Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Syng af gleði

1. Syng af gleði hátt mitt hjarta
heiður ljómar sólarglans.
:,: Burt er myrkrið sorgarsvarta,
Jesús er minn og ég er hans. :,:

2. Hvert eitt syndasár, er blæðir,
sjálfur Jesús læknar nú,
:,: og hans góði andi glæðir
í mínu hjarta von og trú. :,:

3. Hann mitt nafn á himni skrifað
hefir, því er sælan vís,
 :,: þegar hér ég hefi lifað,
hann mun ég sjá í Paradís. :,:

4. Nú get ég af hug og hjarta
hrópað ,,Abba faðir kær”
:,: og mér skín hans ástarbjarta
ásjóna, blíð og náðarskær. :,:

5. Syndatálið sál mín kveður,
sælu þar ég enga finn,
:,: Jesús frelsar - jafnan gleður,
Jesús er besti vinur minn. :,:

6. Nú skal lofsöngsljóðið bjarta
líða upp frá brjósti mér,
:,: og ég syng af öllu hjarta:
,,Amen, ó, Jesús, dýrð sé þér!" :,:

Emil Gustavson - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi