Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Syngdu, já, syngdu um Jesúm

1. Syngdu, já, syngdu um Jesúm,
og syng um hann viðkvæmt og hlýtt,
því að mörg sál er í sárum,
ó, syng því um náð Guðs blítt.

Kór: Syng um Jesúm, já, syng um hann
uns sérhver heyrir á jörð.
Syng fyrir hvern, sem vill hlusta
Guðs heilögu sáttargjörð.

2. Syngdu, já, syngdu um Jesúm,
er syndhlekki brotið einn fær.
Syngdu og sönginn um blóðið,
er sálina hreina þvær.

3. Syngdu, já, syngdu um Jesúm,
með söngnum þú unnið færð menn.
Syng um Guðs heilaga hjálpráð,
sem hrífur mannssálir enn.

P. Philips - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi