Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Tak stundir til bæna

1. Tak stundir til bæna í staðkyrri ró,
en stöðugt í Kristi jafnt lifa skalt þó.
Ef heimurinn freistar með háværum leik,
þá hverf þú til Jesú frá girndanna reyk.

2. Tak stundir til bæna, því aldagsins önn
vill anda þinn sljóvga með ryki og fönn.
Gakk árla til Jesú og sál þín mun sjá,
að svölun hún öðlast, og störf léttast þá.

3. Tak stundir til bæna, og hljóðnæmi haf,
oft hrasaði margur, þá eyra hans svaf.
Ein stund hljóð með Jesú fær styrk gefið þér
að standistu freisting, sem beint þér að er.

4. Tak stundir til bæna, ver stór í Guðs náð,
ver stöðugt með Jesú, í lengd og í bráð.
Og berðu hans kærleik og birtu með þér
þá barnið hans ertu í sannleika hér.

Anna Jonassen - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi