Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Það er gleði að þjóna Jesú

1. Það er gleði´ að þjóna Jesú,
þegar kem ég á hans fund.
Gleðin fyllir hug og hjarta,
heitri lofgerð alla stund.

Kór: Mér er gleði, gleði´ að þjóna Jesú,
gleðibylgja´ um hjartað fer.
Sál mín full af sælu´ er þá,
sonur Guðs mér dvelur hjá.
Ó, ég gleðst, gleðst,
fögnuð starf hans færir mér.

2. Það er gleði´ að þjóna Jesú,
þraut og sorgir víkja frá.
Sál mín fyllist himins hljómlist,
hrifning fylltur syng ég þá:

3. Það er gleði´ að þjóna Jesú,
því með Drottni geng ég hér.
Sonur Guðs þær sömu brautir,
sjálfur gekk á undan mér.

4. Það er gleði´ að þjóna Jesú,
þó að grúfi koldimm ský,
lært ég hefi leyndardóminn:
Ljósi Drottins geng ég í.

Osvald J. Smith - Sæmundur G. Jóhannesson

Hljóðdæmi