Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Það er kallað til vor

1. Það er kallað til vor yfir sollinn sjá:
Sendið ljós! Sendið ljós!
Þar í myrkri sitja menn, er syndir þjá,
sendið ljós! Sendið ljós!

Kór: Sendið ljós, ó, sendið orðsins ljós,
svo það skíni strönd frá strönd.
Sendið ljós, ó, látið guðlegt ljós
lýsa´ um heimsins myrku lönd.

2. Langt í fjarska sálir kalla´ í sárri neyð:
Sendið ljós! Sendið ljós!
Þið, sem hafið sjálfir fundið sæluleið,
sendið ljós! Sendið ljós!

3. Verum Drottni sannir, trúir sendimenn,
sendum ljós! Sendum ljós!
Uns hann kemur, og vér munum sjá hann senn,
sendum ljós! Sendum ljós!

4. Þreytumst aldrei orðsins góða sæði´ að sá,
sendum ljós! Sendum ljós!
Því vér trúum, senn vér munum sigur fá,
sendum ljós! Sendum ljós!

C. H. Gabriel - Sæmundur G. Jóhannesson.

Hljóðdæmi