Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Það finnast svo margir

1. Það finnast svo margir, sem fá það ei séð
hví fagnandi göngum vér hér.
Ég gekk yfir Jórdan, til Kanaans ég kom,
það kært var sem himinninn mér.

Kór: :,: Það kært var sem himinninn mér. :.:
Ég  gekk yfir Jórdan, til Kanaans ég kom,
það kært var sem himinninn mér.

2. Af heilagri gleði vér hrópum í kór
og heimurinn skilur það ei.
Af andanum smyrjast er unaður mér,
ég alla Guðs fyllingu þrey.

3. Að handan mér tónarnir hljóma svo milt
og heim þangað sorgin ei fer.
Sá boðskapur greip mig, sem Guð sendi mér,
það gleði sem himinninn er.

4. Vér trúum að sá komi Drottinn í dýrð,
sem dó fyrr á Golgata hér.
Með englum þá verð ég um eilífa tíð,
því opinn er himinninn mér.

Kór: :,: Já, opinn er himinninn mér. :,:
Með englum þá verð ég um eilífa tíð,
því opinn er himinninn mér!

J. E. French - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi