Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Það finnst ekki nokkur

1. Það finnst ekki nokkur sem Jesús á jörð
svo ríkur af kærleikans auð.
Hann finnur og leiðir í föðurins hjörð
hinn frávillta, tapaða sauð.

Kór: Á krossinum streymdi hans blessaða blóð,
hann barðist við úlfinn og vann.
Hann mín vegna hörmunga hafsjóinn óð
og eilífan unað mér vann.
Ég elska og vegsama hann.

2. Minn dýrðlegi frelsari frelsaði mig,
og veitti mér friðsæla fró.
Hann byrðina mína tók sjálfur á sig
og saklaus á krossinum dó.

3. Hjá aldanna bjargi mín önd finnur nú
svo indæla huggun og fró.
Ég lít upp til Jesú í lifandi trú,
hann fullkomið frelsi mér bjó.

Kór: (Við síðasta vers).
Minn frelsari eilífa blessun mér bjó,
hann barðist við úlfinn og vann.
Hjá Jesú mitt hjarta fann heilaga ró
og ljós mitt og líf mitt er hann.
Ég lofa og vegsama hann.

J. Kirkpatrick – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi