Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Það var einn sem tók dauðann

1. Það var einn, sem tók dauðann svo alfús á sig,
en sem aftur gaf líf mér og grið.
Því hann kom í minn stað og bar kross fyrir mig,
og mér keypti með blóðinu frið.

Kór: Krossinn við negldist fast,
hver ein synd negldist fast.
Ó, hve naglarnir nísta Guðs mynd!
Þvílík kvöl, þvílík neyð,
þar á krossi hann leið,
er hann bar mína blóðhefnd og synd!

2. Hann er mildur og blíður, í miskunn svo stór,
að ég megna´ ei að lýsa við þig.
Upp á Golgatahæð, þegar gekk hann og fór
og þar gerðist að synd fyrir mig.

3. Hann er skínandi stjarna í skugganna geim,
og það skjólið, sem njóta ég má.
Það er lofgerð og söngur á leiðinni heim,
því hann leysti mig syndinni frá.

Mrs. Fr. A. Breck - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi