Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þar sem brosa

1. Þar sem brosa blómin ungu,
blikna´ er áður sáum vér,
þar sem skuggaskýin þungu
skelfa ei sem tíðum hér.

Kór: :,: Mæt þú mér, mæt þú mér
þar sem dýrðin eilíf er. :,:

2. Þar sem lífsins leyndardómar
leysast, slokknar harmabál.
Samstillt harpa hjartans ómar,
herrans lof og dýrðar mál.

3. Þar sem Edens velli væna
veglegt Drottins liðið fer.
Sigurpálma sífellt græna
sérhver fær, sem trúr var hér.

4. Þar sem barnið mætir móður,
móðir barn sitt aftur sér,
systir fagnar sælum bróður,
sorgin til ei framar er.

Höfundur óþekktur -  Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi