Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þegar básúnan hinsta hljómar

1. Þegar básúnan hinsta hljómar,
menn hrökkva af dauðans blund.
Þegar volduga orðið ómar,
ei gefst nein framar stund.
Þegar opinberast öllum Guðs sonur,
og ægiljóminn skín.
Ó, hve lofgjörð ómar þá
upprisunnar skara frá,
þeir öðlast dýrð er aldrei dvín.

Kór: :,: Þeir öðlast dýrð, er aldrei dvín, :,:
þeir sofnuðu í trú og sælu fá nú,
þeir öðlast dýrð er aldrei dvín.

2. Er hann kemur í skærum skýjum
í skyndi Guðs börn þá,
munu´ upprísa´ á morgni nýjum
þeim myrku gröfum frá.
Þegar Drottinn kallar, dauðinn burt víkur,
dýrð upprís, ljóminn skín.
Hvílík sæla himnesk þá,
herrans börn er notið fá
þau öðlast dýrð er aldrei dvín.

3. Sáð í veikleika var hér tíðum,
í vegsemd þó upprís.
Brátt með Jesú blóðkeyptu lýðum
byrjum söng í Paradís.
Allir næturskuggar fölna og flýja,
en fagur morgunn skín.
Þegar tengist hönd við hönd,
hvílík gleði á ljóssins strönd
í undradýrð er aldrei dvín.

Fanny J. Crosby - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi