Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þegar endar æviraunin

1. Þegar endar æviraunin,
allt vort stríð og mæða hér,
og vér kveðjum þetta stutta þrautalíf.
Jesúm Krist og alla okkar
elsku vini sjáum vér
þar í Guðs Jerúsalem.

Kór: Inn í söng og inn í gleði
innan skamms vér komum heim,
:,: í Jerúsalem. :,:
Veifar pálmum hersveit himna,
herrann sest á dýrðarstól,
þar í Guðs Jerúsalem.

2. Hann við sína hönd mig leiðir,
hér þó stundum andi svalt,
er ég reika ömurlegan æviveg.
Ég vil glaður Jesú fylgja,
ég mun síðar skilja allt,
þar í Guðs Jerúsalem.

3. Þegar lífsins ljósið dvínar,
loks í dauðans dapra vind,
og við vorum augum blasir eilíf dýrð.
Þá vér hjartans hrifnir sjáum
hann, sem burt tók vora synd,
þar í Guðs Jerúsalem.

4. Innan skamms í hásal himna,
heilagt auglit frelsarans
sjáum vér og syngjum honum eilíft lof.
Og vér eigum nýja´ og nýja
náðarstrauma kærleikans,
þar í Guðs Jerúsalem.

Charles  B. Widmeyer - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi