Þegar endar mitt stríð
1. Þegar endar mitt stríð og sú upprennur tíð,
að ég eilífðarströndum skal ná.
Jesúm auga mitt sér, og um eilífð ég er
mínum ástkæra frelsara hjá.
Kór: Þar í alfögru elskunnar landi,
undir pálmanna himneska blæ.
Öll er jarðlífsins sorg, gleymd í sælunnar borg,
sól Guðs kærleika vermir þar æ.
2. Vini átti ég hér, farna´ á undan frá mér,
bústað eilífan Jesús þeim bjó.
Þar í heilagra þröng mun ég syngja minn söng
senn í himinsins eilífu ró.
3. Haf þú enn litla bið, því að eilífan frið
munt þú öðlast hjá Guði í laun.
Skrúða fannhvítan fá meðal frelsaðra þá,
ef þú fús þolir krossberans raun.
Göte Andersson - Sigríður Halldórsdóttir.
að ég eilífðarströndum skal ná.
Jesúm auga mitt sér, og um eilífð ég er
mínum ástkæra frelsara hjá.
Kór: Þar í alfögru elskunnar landi,
undir pálmanna himneska blæ.
Öll er jarðlífsins sorg, gleymd í sælunnar borg,
sól Guðs kærleika vermir þar æ.
2. Vini átti ég hér, farna´ á undan frá mér,
bústað eilífan Jesús þeim bjó.
Þar í heilagra þröng mun ég syngja minn söng
senn í himinsins eilífu ró.
3. Haf þú enn litla bið, því að eilífan frið
munt þú öðlast hjá Guði í laun.
Skrúða fannhvítan fá meðal frelsaðra þá,
ef þú fús þolir krossberans raun.
Göte Andersson - Sigríður Halldórsdóttir.