Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þegar mér í himinhæðum

1. Þegar mér í himinhæðum
heilög ljómar dýrðarvist,
þrái ég þar einhvern eiga
unninn fyrir Jesúm Krist.

Kór: Krists í hendi kransinn ljómar,
kórónan mér geymd þar er.
Mun í henni gimsteinn glóa,
Guði unnin sál af mér?

2. Tugþúsundir týnast, deyja,
trúa ei á krossinn þinn.
Náð, Guð, veit mér nokkra´ að vinna,
nokkra fyrir himininn.

3. Ljúfi Jesús, lát mig vera
ljós á jörðu fyrir þig,
rödd, sem laðar, lokkar, dregur
leiðvillt börn á réttan stig.

4. Elska Krists mig örvar, þvingar
öllu´ að týna, lífi, fé
fyrir þetta eina, eina,
að þeim föllnu bjargað sé.

Egon Zandelin – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi