Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þér englar ljóss

1. Þér englar ljóss í lífsins rann,
ó, lofið herrann Krist,
og krýnið dýrðarkonung þann,
já, krýnið, göfgið, tignið
Drottin Jesúm Krist!

2. Þér píslarvotta helgur her
í himna dýrðarvist,
ó, tignið hann, sem heiður ber,
og hyllið, lofið, prísið
Drottin Jesúm Krist!

3. Þér Adams börn, leyst ógnum frá,
er ánauð þjáði byrst,
sem hólpin fagnið himnum á,
nú heiðrið, rómið, dýrkið
Drottin Jesúm Krist!

4. Þér lýðir heims und himni blá,
er heill sú auðnaðist,
við Jesú hjarta frið að fá,
ó, fagnið, miklið, elskið
Drottin Jesúm Krist!

Edward  Perronet - Jón Helgason.

Hljóðdæmi