Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þig furðar á

1. Þig furðar á, hví ég svo fagna himinglaður,
hví fyllt er hjartað söng á dimmri jarðarleið.
Þótt yfir lífsveg minn sé lagður dauðans vaður,
með ljúfri vissu gef ég þér nú andsvör greið.

Kór: Hann fyrirgaf mér allar syndir,
minnist framar ei þær á,
hann fleygði þeim í náðarinnar haf.
Því syng ég sérhvern dag mitt sæluþrungið lag,
og lofa Drottin Guð, sem náð mér gaf.

2. Hvar skyldi´ ég annars hlé
í skúrum sorga finna?
Hvar skynja friðarblæ
í stormahretum innst?
Ég gleðst, því höfn er ein,
hvar gjörvöll stríðin linna,
á Golgata sem áður ljóssins sigur vinnst.

3. Brátt opnast perluhlið
og inn þar lýður streymir,
sem endurlausn og hreinsun
fann við Jesú blóð.
Ég veit, að Drottins náð
mig verndar blítt og geymir,
uns verð ég einnig þar og syng minn dýrðaróð.

Samuel Gullberg - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi