Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þín sála þreytt

1. Þín sála þreytt og þjáð
af þorsta löngum er,
:,: ó, kom og drekk af lífsins lind,
sem lausnarinn býður þér. :,:

Kór: Sál þinni svala, sál þinni svala hér,
kom og drekk af lífsins lind,
sem lausnarinn býður þér.

2. Þar margur huggun hlaut,
sem hrelldur var af synd,
:,: því aldrei verður ausin þurr
Guðs eilífa náðarlind. :,:

3. Ó, drekk þá dýru veig,
svo djörfung öðlist þú,
:,: að sveifla andans sverði hér
með sigrandi von og trú. :,:

4. Þá stríðið úti er
og unninn sigurkrans.
:,: Þér svalar himnesk lífsins lind
í ljósheimi frelsarans. :,:

T. B. Barratt - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi