Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þitt nafn, ó, Jesús

1. Þitt nafn, ó, Jesús, indælt er
í eyrum trúaðs manns.
Það allar sorgir burtu ber,
og bætir meinin hans.

2. Það veitir hrelldu hjarta fró
og hvíld og sælan frið,
í því er sálarnæring nóg,
í nauðum hjálp og lið.

3. Þitt blessað nafn mitt athvarf er
og eina friðar skjól,
á minni leið það lýsir mér
og ljómar eins og sól.

4. Svo köld er heitust hugsun mín,
er heiðra þig ég vil,
en þegar senn ég svíf til þín,
mín sál fær meiri yl.

5. Ó, lát þú, Jesús, lýsa mér
þitt ljós um æviskeið.
Þitt nafn mín hjartans huggun er
og hjálp í lífi´ og deyð.

H. Bonar - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi