Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þökk sé þér góði Jesús

1. Þökk sé þér, góði Jesús,
þú hefir frelsað mig,
þú hefir látið stóra
syndarann finna þig.

Kór: Góði hirðir, Drottinn Jesús,
dýrð og lof sé þér.
Dauðans vald og grafarinnar
myrkur horfið er.

2. Frá þínum sárum streymir
frelsandi lífsins lind.
Þú getur tekið burtu
alheimsins eymd og synd.

3. Hjá honum fann mitt hjarta
himneskan frið og ró.
Lengi var hann að leita,
loksins hann fann mig þó.

4. Þökk sé þér, góði faðir,
fyrir þitt náðarorð.
Orðið, sem boðar sælu,
frelsi og frið á storð.

T. B. Barratt – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi