Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú frelsaði lýður

1. Þú frelsaði lýður syng fagnaðarljóð,
þú fagnandi lýður syng lofgjörðaróð.
Að baki er syndin, sem burtu var máð
nú blasir við sjónum hin eilífa náð.

Kór: Lofið Guð, lofið Guð
fyrir gæsku og stjórn.
Lofið Guð, lofið Guð
fyrir Guðslambsins fórn.
Til hans má ég koma þótt hrelli mig synd
og hreinsast að nýju í dreyra hans lind.

2. Gakk öruggt að hásæti algæsku hans,
sem afmáir syndir og skuldir hvers manns.
Ver aldrei í vafa um ógrynnis náð
og eilífa visku, sem þekkir öll ráð.

3. Hinn himneski Drottinn mun halda þér fast,
þótt hendi þig tælandi stormviðrið hvasst.
Hann tyftar í kærleik hið trúaða barn,
og tekur í faðminn sinn miskunnargjarn.

Fanny J. Crosby - Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi