Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú gafst mér skínandi skart

1. Þú gafst mér skínandi skart,
skrautklæði réttlætis bjart,
þú hefir þerrað mín tár,
þú hefir læknað mín sár.

Kór: Jesús, þú ert ætíð mér nær,
þín ljúfa hönd leysir öll bönd,
hjarta mitt ró, himneska fró,
gleði og náð frá þér fær.

2. Sök mína sjálfur þú barst,
særður og hrjáður þú varst,
aldrei að eilífu dvín
elska og trúfesti þín.

3. Þú ert minn skjöldur og skjól,
skínandi huggunarsól,
armur þinn umvefur mig,
andi minn vegsamar þig.

4. Þá ég með hörpu í hönd
heim kem á sælunnar strönd,
lofgjörð með ljósenglaher,
lausnari, færi ég þér.

Höfundur óþekktur – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi