Þú Guð af náð oss gefur
1. Þú Guð, af náð oss gefur
þitt góða sannleiksorð,
sem heilagt gildi hefur
á himni sem á storð.
Í harmi hjálp þú veitir
og huggar mína önd,
í sælu böli breytir
þín blessuð náðarhönd.
2. Hve sælt í táratrega
að treysta þinni náð,
þín gæskan guðdómlega
mitt gleður hjarta þjáð.
Og nú í Jesú nafni
í náðar þinnar skaut
ég flý, svo dag hvern dafni
mín dyggð í gleði' og þraut.
3. Þá heitt mitt hjarta biður,
þú heyrir andvörp mín,
þú styrkir mig, og styður,
því stór er mildi þín.
Hvert sorgartár mitt sérðu,
þá sárust neyðin er,
þér fyrir brjósti berðu
mitt böl, og líknar mér.
4. Mitt hjarta þráir heitast
að hlýða þinni raust,
og því vil ég ei þreytast,
á þig ég set mitt traust.
Ég hel og glötun hreppi
á heimsins villustig.
Ó, Guð, ég ei þér sleppi
fyrr en þú blessar mig.
Sigurbjörn Sveinsson
þitt góða sannleiksorð,
sem heilagt gildi hefur
á himni sem á storð.
Í harmi hjálp þú veitir
og huggar mína önd,
í sælu böli breytir
þín blessuð náðarhönd.
2. Hve sælt í táratrega
að treysta þinni náð,
þín gæskan guðdómlega
mitt gleður hjarta þjáð.
Og nú í Jesú nafni
í náðar þinnar skaut
ég flý, svo dag hvern dafni
mín dyggð í gleði' og þraut.
3. Þá heitt mitt hjarta biður,
þú heyrir andvörp mín,
þú styrkir mig, og styður,
því stór er mildi þín.
Hvert sorgartár mitt sérðu,
þá sárust neyðin er,
þér fyrir brjósti berðu
mitt böl, og líknar mér.
4. Mitt hjarta þráir heitast
að hlýða þinni raust,
og því vil ég ei þreytast,
á þig ég set mitt traust.
Ég hel og glötun hreppi
á heimsins villustig.
Ó, Guð, ég ei þér sleppi
fyrr en þú blessar mig.
Sigurbjörn Sveinsson