Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú, Jesús, ert vegur

1. Þú, Jesús, ert vegur til himinsins heim,
í heimkynnið sælunnar þreyða.
Æ, lát oss ei villast frá veginum þeim
á veginn til glötunar breiða.

2. Þú, Jesús, ert sannleikur, lát oss fá lært
ei lyginnar röddum að hlýða,
en veit, að oss öllum sé indælt og kært
af alhug þitt sannleiksorð blíða.

3. Þú, Jesús, ert lífið, sem dauðann fær deytt
lát dauðann úr sálunum víkja,
en lífið, sem eilífan unað fær veitt,
með almættis krafti þar ríkja.

B. S. Ingemann - Helgi Hálfdánarson

Hljóðdæmi