Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú konungur Jesús

1. Þú konungur, Jesús, og krossfarans skjól,
ég krýni þig vegsemd und gleðinnar sól.
Mest hugrekki í raunum þín elska mér ól.
Já, Drottinn er dýrðlegri en allt.

Kór: :,: Já, Drottinn er dýrðlegri en allt. :,:
Ég á frið, ég á þor, er ég feta´ í hans spor
já, Drottinn er dýrðlegri en allt.

2. Hann knúði´ á mitt hjarta, ég kærleik hans sá,
ég kyssti hans undir, er blóðið rann frá.
Við krossinn þvarr leitin og hvíldist mín þrá.
Já, Drottinn er dýrðlegri´ en allt.

3. Hann setti minn fót upp á sólbjartan tind
og sér langt á bak fleygði nekt minni´ og synd.
Hans bros er mér sólskin, hans boð svala lind.
Já, Drottinn er dýrðlegri´ en allt.

4. Ég syng um og dreymi hin sólfögru lönd,
er sé ég þá slitna mín jarðvistarbönd.
Þá leiðir mig Jesús á lífsvatnsins strönd.
Já, Drottinn er dýrðlegri´ en allt.

Charles N. Gabriel - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi