Þú mikli Guð
1. Þú mikli Guð, sem manninn elskað hefur,
og miðlað honum þinni frelsisnáð.
Þú mikli Guð, sem æðstu gjafir gefur,
já, gefur mönnum öll þín bestu ráð.
Kór: Því hrópar sál mín sæl í alfögnuð,
þú mikli Guð, þú mikli Guð!
Því hrópar sál mín sæl í alfögnuð,
þú mikli Guð, þú mikli Guð.
2. Á lífsins braut hann leiðir mig og styður,
og ljær mér alla miskunn, sem ég þarf.
Hann verndar mig og beina braut mér ryður.
Mér býr að lokum himin-dýrðar arf.
3. Þú mikli Guð, ég má þín jafnan leita,
þá mæða' og sorg að hjarta mínu fer.
Þú mínum huga megnar styrk að veita,
og mína vegu glöggt þú fyrir sér.
4. Ó, kom til Jesú frelsi hans að finna,
og færðu honum hjarta þitt að gjöf.
Engu að tapa, allt er þar að vinna,
að öðlast frelsi þolir enga töf.
Carl Boberg - Jónas S. Jakobsson
og miðlað honum þinni frelsisnáð.
Þú mikli Guð, sem æðstu gjafir gefur,
já, gefur mönnum öll þín bestu ráð.
Kór: Því hrópar sál mín sæl í alfögnuð,
þú mikli Guð, þú mikli Guð!
Því hrópar sál mín sæl í alfögnuð,
þú mikli Guð, þú mikli Guð.
2. Á lífsins braut hann leiðir mig og styður,
og ljær mér alla miskunn, sem ég þarf.
Hann verndar mig og beina braut mér ryður.
Mér býr að lokum himin-dýrðar arf.
3. Þú mikli Guð, ég má þín jafnan leita,
þá mæða' og sorg að hjarta mínu fer.
Þú mínum huga megnar styrk að veita,
og mína vegu glöggt þú fyrir sér.
4. Ó, kom til Jesú frelsi hans að finna,
og færðu honum hjarta þitt að gjöf.
Engu að tapa, allt er þar að vinna,
að öðlast frelsi þolir enga töf.
Carl Boberg - Jónas S. Jakobsson