Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú reyndir það sjálfur

1. Þú reyndir það sjálfur og veist það því vel
að vald til þess frelsarinn á
að taka burt syndir og sigrast á hel,
en sagðirðu öðrum því frá?

Kór: Hví sagðirðu´ ei fleirum því frá,
sem fékkstu hjá Jesú að sjá?
Hvernig eiga þeir á hann að trúa,
ef enginn vill segja´ honum frá?

2. Ó, segðu mér: Hlaut þá ei hjarta þitt frið,
og hvíldist ei lémagna sál,
er lagðirðu höfuð þitt hjarta hans við,
var hjálpin sú augnabliks tál?

3. Þú hefir þó litið hans heilögu mynd
og heyrt, er hann sagði við þig:
,,Ó, barn mitt, ég gef þér upp sekt þína og synd
og sjálfur það tek ég á mig.”

4. Og örar því hjarta þitt ætti að slá,
við eldinn frá kærleika þeim.
Þér hlýtur að brenna í brjóstinu þrá
að breiða hans ríki´ út um heim.

Bjarni Eyjólfsson.

Hljóðdæmi