Þú sál, er syndanna byrði ber

1. Þú, sál, er syndanna byrði ber,
ó, bíð þú eigi, því lífið þver.
Hann elskar alla, hvað aftrar þér?
Kom, ó, kom til Jesú nú!

Kór: :,: Kom, ó, kom til Jesú! :,:
Kom, ó, kom til Jesú!
Kom og leita hans náðar nú!

2. Guðs andi kallar þig enn á ný,
þú eygir himnesku löndin hlý,
á náðarhliðið, ó, klökkur kný,
kom, ó, kom til Jesú nú!

3. Of seint þú hugsar um hjálparráð,
er heggur dauðinn á lífsins þráð,
þú iðrast skalt, meðan enn er náð,
kom, ó, kom til Jesú nú!

J. M. Whyte - Arthur Gook.

Hljóðdæmi