Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú, sem að sorgir

1. Þú sem að sorgir í brjósti ber,
ó, ber þær allar til Jesú!
Hann veit um allt, sem að þrengir að þér,
tala við Jesú um allt.

Kór: Tala við Jesú um allt,
trúðu hann græði þín sár.
Opna þitt hjarta, sem barn við hans brjóst,
og burt er sérhvert tár.

2. Gangir þú stundum með grátna brá,
og gleðisnautt angrað hjarta.
Hér er sá vinur, sem hjálpa þér má,
tala við Jesú um allt.

3. Jesús þér hjálpar í hverri nauð
og huggar þig allar stundir.
Hann gefur þér allt, jafnt blessun og brauð,
tala við Jesú nú strax.

Allan Törnberg – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi