Þú vildir saklaus
1. Þú vildir saklaus háð og hörmung líða,
ó, herra Jesús, Guð og vinur minn.
Þú samansafnar oss um veröld víða
og vilt oss leiða inn í himininn.
:,: Í dýrð við Drottins hægri hönd þú situr,
og heim í sælustaðinn oss þú flytur. :,:
2. Þitt líknarmilda auga að oss gætir,
og enn þá streymir ljós frá þínum kross.
Þá freistinganna hríðin hörð oss mætir,
við hástól Guðs þú biður fyrir oss.
:,: Sem Móse, höndum hátt í bæn þú lyftir,
og hlekkjum syndarinnar burt þú sviptir. :,:
3. Þú lyftir höndum hóp þinn til að blessa,
en hér þú kvaddir þennan dapra heim,
svo muntu innan skamms vor hjörtu hressa,
er hingað kemur þú frá ljóssins geim.
:,: Eins og þú fórst, þú kemur brátt til baka,
ó, blíði Jesús, hjálpa mér að vaka! :,:
Lewi Pethrus – Sigurbjörn Sveinsson
ó, herra Jesús, Guð og vinur minn.
Þú samansafnar oss um veröld víða
og vilt oss leiða inn í himininn.
:,: Í dýrð við Drottins hægri hönd þú situr,
og heim í sælustaðinn oss þú flytur. :,:
2. Þitt líknarmilda auga að oss gætir,
og enn þá streymir ljós frá þínum kross.
Þá freistinganna hríðin hörð oss mætir,
við hástól Guðs þú biður fyrir oss.
:,: Sem Móse, höndum hátt í bæn þú lyftir,
og hlekkjum syndarinnar burt þú sviptir. :,:
3. Þú lyftir höndum hóp þinn til að blessa,
en hér þú kvaddir þennan dapra heim,
svo muntu innan skamms vor hjörtu hressa,
er hingað kemur þú frá ljóssins geim.
:,: Eins og þú fórst, þú kemur brátt til baka,
ó, blíði Jesús, hjálpa mér að vaka! :,:
Lewi Pethrus – Sigurbjörn Sveinsson