Til er föðurland
1. Til er föðurland fríðara´ en sól,
sem þú finnur í trú þinni´ á Krist.
Kringum alföður eilífa stól
er þér ætluð og tilbúin vist.
Kór: :,: Unaðsstund! Innan skamms
eiga samfund þá Krists vinir þar. :,:
2. Upp í himnanna heilögu borg
verður hafin vor frelsaða sál.
Alveg laus þá við söknuð og sorg,
er hún syngur Guðs eilífa mál.
3. Og um föður alls lífs og alls ljóss
ómar lofgerð og vegsemd og þökk.
Ómar sigurljóð elskunnar hróss,
meðan eilífðin bergmálar klökk.
S. F. Bennett - Þ. Ó.
sem þú finnur í trú þinni´ á Krist.
Kringum alföður eilífa stól
er þér ætluð og tilbúin vist.
Kór: :,: Unaðsstund! Innan skamms
eiga samfund þá Krists vinir þar. :,:
2. Upp í himnanna heilögu borg
verður hafin vor frelsaða sál.
Alveg laus þá við söknuð og sorg,
er hún syngur Guðs eilífa mál.
3. Og um föður alls lífs og alls ljóss
ómar lofgerð og vegsemd og þökk.
Ómar sigurljóð elskunnar hróss,
meðan eilífðin bergmálar klökk.
S. F. Bennett - Þ. Ó.