Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Til heiðurs þeim hirðinum góða

1. Til heiðurs þeim hirðinum góða,
sem harmkvæli´ og smán mína bar,
ég fagnandi lofsöng vil ljóða,
því læknuð er sorgin, sem skar.

Kór: Hallelúja, mér fagnandi hljómar í hjarta
hallelúja, því sæluna hreppt hef ég hér.
Hallelúja, þar hátt uppi´ í himninum bjarta,
hallelúja, þú lamb Guðs, þar lofsyng ég þér.

2. Ei nokkuð á jörðinni jafnast,
minn Jesús, við gleðina´ í þér.
Í himnanna heimkynni´ að safnast,
ó, hvílík sú framtíð er mér.

3. Og senn kemur sælunnar dagur,
þá sorgin skal breytast í lán,
í alsæld vor eymdanna hagur,
í eilífan heiður vor smán.

Elsa Eklund - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi