Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Til Síon vér sigrandi göngum

1. Til Síon vér sigrandi göngum
og syngjum vor fagnaðarljóð.
Öll hugrökk á heiðinni löngum
og helguð við frelsarans blóð.

Kór: Síon, í sólroða blikar,
signuð við lífsstrauma flóð,
Síon, þú uppheima óðal,
unnin við frelsarans blóð!

2. Að fæti ef þyrnarnir þræða
og þrengingin kallar fram tár,
þá lyftum vér huga til hæða,
og himinninn ljómar oss blár.

3. Ei tár munu á hörpurnar hrynja,
er heima vér stöndum einn dag,
og strengirnir dillandi dynja.
Ó, dýrðlega fagnaðarlag!

4. Vér frelsarann fagnandi sjáum,
er fyrr dóá Golgata kross.
Og klæðin þau hvítu vér fáum,
sem, keypti ´ann með blóðinu oss.

5. Þar finnum vér fyrr dána vini,
hvar finnst engin þjáning né sár.
Við alsæld í ársólar skini
um eilífð er þerrað hvert tár.

K. G. Sjölin. – Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi