Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Tíminn flýr

1. Tíminn flýr, þú mínúturnar missir
milda sólin rennur brátt í sjá.
Lífs er dagur liðinn fyrr en vissir
ljómar þér kórónan himnum á?

Kór: Áttu vinur opinn himin þá?
Ertu viss þar inn að ganga fá?
Er dómsins stund, á Drottins fund
dána kallar auglit Guðs að sjá.

2. Mannsins sonar mikli nálgast dagur
máttkur heyrist básúnunnar gnýr.
Hlotnast þér þá heiðurssveigur fagur
húmið þegar fyrir dýrð Guðs flýr?

3. Hefir þú Guðs hjálpráð fundið sanna?
Hlotið svölun náðarlind Guðs frá?
Stendur þú í stormsveit Drottins manna?
Stendur þú Guðs megin himnum á?

4. Óttast þú er kemur aftur Kristur?
Kvíðir þú um síðir þínum hag?
Frelsast láttu, forðast ystu mistur
flý til Jesú, vinur minn, í dag.

Elsa Eklund - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi