Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Upp á afskekktri hæð

1. Upp á afskekktri hæð rís við eldgamall kross,
eins og ímynd af háði og smán.
Ó, ég elska þann kross, sem mitt einasta hnoss,
því að einmitt hér fann ég mitt lán.

Kór: Ó, ég elska hinn eldgamla kross,
því hér almættis kraft Guðs ég finn.
Ég vil heiðra þann heilaga kross
þar til himneska sveiginn ég vinn!

2. Við hinn eldgamla kross ég mitt afturhvarf leit
því Guðs elska hér dró mig til sín.
Ó, þú Kristur, minn Guð, hve þín kvölin var heit,
þegar krossinn þú barst vegna mín.

3. Við hinn eldgamla kross, við hinn blóðstökkta baðm
sé ég birtast Guðs fórnandi ást.
Ó, þú eilífi Guð, með þinn útbreidda faðm
hér best eðli þíns kærleika sást.

4. Þú, hinn eldgamli kross, ert minn heiður og hrós
og því heldur, sem spott finn ég meir.
Þú ert von mín og bjarg mitt við ævinnar ós,
þú ert allt hinum brákaða reyr.

George Bennard - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi