Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ú frá Golgata streymir

1. Út frá Golgata streymir hin ljóshreina lind,
sem að læknar vor andlegu mein.
Tak þú, blessaði frelsari, burt vora synd
svo að börnin þín öll verði hrein.

Kór: :,: Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú. :,:
Send þann kraft, sem hinn brákaða reisir við reyr.
Send oss, Jesús, þinn náðarkraft nú.

2. Gef oss bænheitan anda, vér biðjum þig nú,
gef oss brennandi elsku til þín.
Gef oss lífsgleði sanna og lifandi trú,
gef oss ljós það sem út frá þér skín.

3. Lát oss aldrei af veginum villast frá þér,
út í veraldar myrkur og synd.
Lát frá Golgata streyma í hjörtu vor hér
þína heilögu, blessuðu lind.

Elsa Eklund - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi