Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vakning gefðu

1. Vakning gefðu, vér þig biðjum, Drottinn,
vek upp fólk þitt, ger það heilt og djarft!
Andann sendu eins og fyrst í kristni,
orði krossins gefðu sigurkraft!

Kór: :,: Drottinn sendu andans kraft og eld! :,:
Svo vér öðlumst sigurkraftinn sanna.
Drottinn sendu andans kraft og eld!

2. Tala aftur eins og forðum daga
andinn þegar brann í hverri sál.
Kristur Jesús, kraftinn þreyttum gefðu,
kveik þann eld, sem logar eins og bál!

3. Tala Guð og sálir vek af svefni,
segðu orð sem kveikir trúnni yl.
Helgur andi, hrærðu vötnin lygnu,
hrærðu Guðs börn lífs og starfa til!

Elsa Eklund - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi