Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Veist þú nokkurn

1. Veist þú nokkurn, er syrgði og sárt bað um lið
að Jesús svaraði nei?
og í sannleika þráði hinn sanna Guðs frið,
að Jesús svaraði nei?

Kór: Nei, nei, og aftur eitt nei,
Jesús hann svarar ei nei.
Ef þú flýrð synda-rann og hrópar á hann,
Jesús þér svarar ei nei.

2. Veist þú nokkurn, sem dauða og dóminum kveið,
að Jesús svaraði nei?
Og sem iðrandi hjarta Guðs auglitis beið,
að Jesús svaraði nei?

3. Veist þú beygðan mann nokkurn, er brást manna náð,
að Jesús svaraði nei?
Sem gegn eldlegri freisting ei átti neitt ráð,
að Jesús svaraði nei?

4. Veistu að lokum um nokkurn þann líðandi mann
að Jesús svaraði nei?
Nei, hann allra bæn svarar og æ líkna kann,
því aldrei svarar hann nei.

A. Raymond - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi