Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vér syngjum oft

1. Vér syngjum oft um sigurlaunin heima,
um sindurfagran eðalsteinakrans.
En lát oss aldrei, aldrei þessu gleyma:
Þeir eru verðlaun Guðs til þjóna hans.

2. Hvert glaðvært bros, sem grátnum máttu veita,
hver gjöf og fórn sem hönd þín snauðum gaf,
hvert vinlegt orð, sem vanda eins nær breyta,
það verður launað Guði sjálfum af.

3. Hvert stríð, sem þú í styrkleik Drottins vinnur,
hvert starf þú rækir vel í ríki hans,
hver vanvirða, sem vegna Guðs þú finnur,
hver vakin sál með boðskap sannleikans.

4. En eðalsteinninn allra skærsti, glæsti
er unnið starf í hljóðum verka-lund.
Já, þannig launar herrann tignarhæsti
á hinsta degi og á efstu stund.

5. Vér endurfinnum öll vor störf þar heima,
því ekkert fram hjá sjónum Drottins fer.
Um eðalstein má engan þjón Guðs dreyma,
sem ekki vinnur honum brigðlaust hér.

H. A. Tandberg - Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi