Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Veröld fari

1. Veröld fari, verði Kristur
vinur sá, er mest ég ann.
Gegnum ár og alda mistur
ávallt samur verður hann.

Kór: Eilíf miskunn, mildin, náðin
mönnum býður skjól og hlíf.
Lagði´ á voldug vísdómsráðin,
veitir sælu, frið og líf.

2. Fari heimsins fánýtt gaman,
fögnuð gefur Drottinn mér.
Oft við dveljum einir saman,
ekkert meiri sæla er.

3. Farðu, heimur, frægð og auður,
fengið hef ég Jesúm Krist.
Farðu, veröld, haf og hauður,
herrans á ég dýrðarvist.

4. Heimur, farðu, hættu´ að kalla,
herrans á ég gleði´ og frið.
Ég er Krists um eilífð alla,
aldrei framar skiljum við.

Fanny J. Crosby - Sæmundur G. Jóhannesson.

Hljóðdæmi