Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vilt þú eignast Jesú

1. Vilt þú eignast Jesú,
verða frjáls og glaður hér?
Vilt þú fylgja honum
enda hvert sem ber?
Vilt þú láta Jesú
verða æðsta takmark þér?
Vilja Drottins gerðu þá.

Kór: Hans blóð eitt má þín brot og syndir þvo,
og braut Guðs á þú andans kraft færð svo.
Með fylling andans færð þú skilið best
hér að fylgja Jesú það er öllu mest.

2. Viljir þú lífsfarsæld,
varkár hlýð þú Drottins raust.
Vit að þannig forðum
andans kraftur hlaust.
Víst þig mun þá aldrei vanta
Guðs þíns sanna traust,
vilja Drottins gerðu þá.

3. Viljir þú í trúnni verða
sannur, skír og hreinn,
vertu þá að fylgja
Jesú aldrei seinn.
Viljir þú í sölum himna
verða' af mörgum einn,
vilja Drottins gerðu þá.

C. S. Nusbaum – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi