Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vinn, því að nóttin nálgast

1. Vinn, því að nóttin nálgast,
notaðu morgunstund.
Vinn, meðan árdögg vökvar,
vaknað blóm í lund.
Vinn, meðan sólin sveipar
sólskini dal og hlíð.
Vinn, því að nóttin nálgast,
naum er vinnutíð.

2. Vinn, því að nóttin nálgast,
notaðu hádegið.
Eftir þitt dagsverk unnið,
öðlast muntu frið.
Gef hverri stund til geymslu
góðverk, er bætir lýð.
Vinn, því að nóttin nálgast,
naum er vinnutíð.

3. Vinn, því að nóttin nálgast,
notaðu kvöldið vel.
Vinn, meðan signuð sígur,
sól við báru hvel.
Vinn þú með dyggð uns drjúpa
dreymandi blóm í lund.
Vinn, því að nóttin nálgast,
náðar líður stund.

Annie L. Walker – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi