Vor Guð er borg
1. Vor Guð er borg á bjargi traust,
hið besta sverð og verja.
Hans armi studdir óttalaust
vér árás þolum hverja.
Nú geyst, því gramur er,
hinn gamli óvin fer,
hans vald er vonskunægð,
hans vopn er grimmd og slægð.
Á oss hann hyggst að herja.
2. Með eigin kröftum enginn verst,
þó eitt má frelsun valda,
hinn rétti maður með oss berst,
er mannkyns skuld réð gjalda.
Sá heiti háleitt ber,
það heiti ,,Jesús” er.
Hann Guðs er eðlis einn,
ei annar slíkur neinn.
Hann víst mun velli halda.
3. Þótt djöflum fyllist veröld víð,
þeim vinnst ei oss að hrella.
Því Jesús vor oss, veikum lýð,
er vörn og hjálparhella.
Þótt mannkynsmorðinginn
nú magni fjandskap sinn,
hann engu orka kann,
því áður dóm fékk hann.
Eitt orð má fljótt hann fella.
4. Hver óvin Guðs skal óþökk fá.
Hvert orð vors Guðs skal standa.
Því oss er sjálfur herrann hjá
með helgri gjöf síns anda.
Þótt taki fjendur féð,
já, frelsi´ og líf vort með,
það happ þeim ekkert er,
en arfi höldum vér.
Þeir ríki Guðs ei granda.
Martin Luther - Helgi Hálfdánarson.
hið besta sverð og verja.
Hans armi studdir óttalaust
vér árás þolum hverja.
Nú geyst, því gramur er,
hinn gamli óvin fer,
hans vald er vonskunægð,
hans vopn er grimmd og slægð.
Á oss hann hyggst að herja.
2. Með eigin kröftum enginn verst,
þó eitt má frelsun valda,
hinn rétti maður með oss berst,
er mannkyns skuld réð gjalda.
Sá heiti háleitt ber,
það heiti ,,Jesús” er.
Hann Guðs er eðlis einn,
ei annar slíkur neinn.
Hann víst mun velli halda.
3. Þótt djöflum fyllist veröld víð,
þeim vinnst ei oss að hrella.
Því Jesús vor oss, veikum lýð,
er vörn og hjálparhella.
Þótt mannkynsmorðinginn
nú magni fjandskap sinn,
hann engu orka kann,
því áður dóm fékk hann.
Eitt orð má fljótt hann fella.
4. Hver óvin Guðs skal óþökk fá.
Hvert orð vors Guðs skal standa.
Því oss er sjálfur herrann hjá
með helgri gjöf síns anda.
Þótt taki fjendur féð,
já, frelsi´ og líf vort með,
það happ þeim ekkert er,
en arfi höldum vér.
Þeir ríki Guðs ei granda.
Martin Luther - Helgi Hálfdánarson.