Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vor Guð heitir blessun

1. Vor Guð heitir blessun, hann efnir það allt,
en aðeins það skilyrði setur,
að traust þitt til hans sé ei hálft eða valt,
sín heitorð hann rofið ei getur!

Kór: Því fest á hann traust þitt í farsæld og neyð,
því fastar, því reynist hann betur.
Að blessunum hans þá liggur þín leið,
sín loforð hann rofið ei getur!

2. Hinn leitandi´ og biðjandi finnur og fær,
sem fastlega von til hans setur,
því honum bregst aldrei sá hjálpari kær,
sín heitorð hann rofið ei getur!

3. Og komist þú sárustu eldraunir í,
hver annast, hver huggar þá betur?
Hans rödd er þá mild og hans hönd þá svo hlý,
sín heitorð hann rofið ei getur.

4. Og sáir þú hryggur í hjartnanna reit
og hyggur þar inni sé vetur,
um sólskin síns anda hann heldur sín heit,
sín heitorð hann rofið ei getur.

S. C. Kirk – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi