Vor mikli Guð
1. Vor mikli Guð hann gerir undur,
með gleði megum vér það sjá.
Hann slítur fjötra synda sundur,
úr Satans neti hrífur þá,
sem biðja hann um hjálp og vörn,
því hann vill frelsa öll sín börn.
2. Guðs orð um víða veröld alla
þá vantrúuðu sigrar nú.
Þeir sterku láta sverðin falla
og snúa sér til Guðs í trú,
í herrans blóði hreinsun fá,
og himnaríkis birtu sjá.
3. Í öllum löndum eru bræður,
sem elska´ og tigna frelsarann.
Sá Guð er lífsins lögum ræður,
hann leiðir þá í himnarann,
hann á sitt ríki´ um alla jörð,
og alltaf bætist við hans hjörð.
4. Uppskerutíminn er svo nærri,
og akrar bleikir víða sjást,
og neyðin verður stærri´ og stærri,
í straumi syndar margir þjást.
Upp, bræður, því, að bjarga þeim,
sem bölið þjáir hér í heim.
5. Hinn mikli dagur nú er nærri
og næturskuggar líða frá,
í hádagsbirtu himinskærri
vorn herra brátt vér munum sjá.
Hann flytur heim sinn leysta lýð,
með ljúfri þrá þess dags ég bíð.
N. Frykman - Sigurbjörn Sveinsson.
með gleði megum vér það sjá.
Hann slítur fjötra synda sundur,
úr Satans neti hrífur þá,
sem biðja hann um hjálp og vörn,
því hann vill frelsa öll sín börn.
2. Guðs orð um víða veröld alla
þá vantrúuðu sigrar nú.
Þeir sterku láta sverðin falla
og snúa sér til Guðs í trú,
í herrans blóði hreinsun fá,
og himnaríkis birtu sjá.
3. Í öllum löndum eru bræður,
sem elska´ og tigna frelsarann.
Sá Guð er lífsins lögum ræður,
hann leiðir þá í himnarann,
hann á sitt ríki´ um alla jörð,
og alltaf bætist við hans hjörð.
4. Uppskerutíminn er svo nærri,
og akrar bleikir víða sjást,
og neyðin verður stærri´ og stærri,
í straumi syndar margir þjást.
Upp, bræður, því, að bjarga þeim,
sem bölið þjáir hér í heim.
5. Hinn mikli dagur nú er nærri
og næturskuggar líða frá,
í hádagsbirtu himinskærri
vorn herra brátt vér munum sjá.
Hann flytur heim sinn leysta lýð,
með ljúfri þrá þess dags ég bíð.
N. Frykman - Sigurbjörn Sveinsson.