Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Að bera kross - Mín hamingja er ekki númer 1

Mar 11, 2018

Að deyja sjálfum sér þýðir að við lifum ekki fyrir okkur sjálf. Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér. Hugsið ekki um eigin hag heldur hag annara, metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Meiri kærleik á enginn en þann, að leggja niður líf sitt.
Það er að deyja sjálfum sér að lifa fyrir eitthvað stærra en okkur sjálf. Að þola þrengingar fyrir Guðs ríki og eitthvað stærra en við sjálf erum. Hver er númer eitt í mínu lífi, Guð, eða ég?
Hver er drottinn, Jesús eða ég?
Er ég tilbúinn að fylgja Jesú á krossinn?