Rödd í eyðimörkinni - Arfleiðin lifir
Mar 3, 2019
Jóhannes breytti ekki boðskap sínum þó hann væri óþægilegur. Hann vissi að það gæti haft afleiðingar að áminna konunginn, hann var fangelsaður og drepinn. En vegna þess að hann var trúr, kannski af því að hann dó frekar en slá af, þá lifir arfleið hans. Meira að segja hann upplifði efa í fangelsinu(sbr sendir lærisveina til að spyrja Jesú hvort hann væri messías), en af því hann var trúr allt til enda, þá var líf hans til mikillar blessunar.
Þessi predikun er til þess að skora á fólk að leggja meira undir, þora að lifa fyrir Guð, lifa fyrir eitthvað stærra en núið. Það má alveg gefa dæmi um fleiri sem hafa lagt mikið á sig, fórnað miklu, en haft áhrif lengi eftir sinn dag.